Birta mynd af hinum grunaða

Lögreglan í Utrecht hefur birt mynd af manninum sem er …
Lögreglan í Utrecht hefur birt mynd af manninum sem er grunaður um skotárás í sporvagni í borginni í morgun. Ljósmynd/Lögreglan í Utrecht

Lögreglan í Utrecht hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél af karlmanni sem grunaður er um að hafa skotið á fjölda fólks í sporvagni við 24. október-torgið í Utrecht í Hollandi í morgun. Einn er látinn og nokkrir eru særðir. 

Maðurinn heitir Gökmen Tanis, er 37 ára og fæddur í Tyrklandi. Ef fólk verður vart við hann er það vinsamlegast beðið um að nálgast hann ekki en hafa samband við lögreglu símleiðis. 

Leit að árásarmanninum stendur yfir og hefur lögregla umkringt byggingu í borginni þar sem talið er að hann haldi sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert