Að minnsta kosti einn látinn í skotárás í Utrecht

Skotárásin átti sér stað klukk­an 9:45 að ís­lensk­um tíma á …
Skotárásin átti sér stað klukk­an 9:45 að ís­lensk­um tíma á 24. októ­ber-torg­inu í Utrecht. AFP

Að minnsta kosti einn er látinn og fjölmargir særðir eftir skotárás í sporvagni í borginni Utrecht í Hollandi í morgun. Hæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar hefur verið lýst yfir í borginni. 

AFP-fréttastofan greinir frá því að fórnarlambið hafi verið vafið inn í lök og lá á teinunum milli tveggja sporvagna. Yfirvöld hafa ekki enn staðfest að fólk hafi látið lífið í árásinni. 

Talið er að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki og er hann á flótta undan lögreglu, sem útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Haft er eft­ir sjón­ar­votti í frétt BBC að maður­inn hafi skotið eins og óður í all­ar átt­ir. Ekki hefur þó verið útilokað að hann eigi sér vitorðsmenn. Pieter-Jaap Aalbersberg, yfirmaður hryðjuverkavarna í Hollandi, hefur virkjað sérstakt hryðjuverkateymi til að hafa uppi á árásarmanninum. 

Laust fyrir klukkan 12 á hádegi hafði lögreglan umkringt byggingu þar sem talið er að árásarmaðurinn haldi sig. 

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur aflýst öllum fundum sínum í dag og segir í samtali við RTL-fréttastofuna að hann sé áhyggjufullur vegna fregna af árásinni. Líklegt er talið að ríkisstjórnin muni koma saman á neyðarfundi síðar í dag. 

Sérstakt hryðjuverkateymi hollensku lögreglunnar hefur verið virkjað til að hafa …
Sérstakt hryðjuverkateymi hollensku lögreglunnar hefur verið virkjað til að hafa uppi á árásarmanninum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert