Prestur ákærður fyrir ofbeldi

AFP

Ástralska lögreglan hefur ákært kaþólskan prest fyrir að hafa beitt fimmtán ára gamlan pilt kynferðislegu ofbeldi fyrir rúmum tveimur áratugum.

Presturinn, sem er rúmlega sextugur, var handtekinn á þriðjudag en hann er ákærður fyrir að hafa ráðist á drenginn árið 1993 er hann var nemandi við menntaskóla í úthverfi Sydney, Fairfield. Presturinn hefur verið látinn laus gegn tryggingu en er gert að koma fyrir dóm að nýju 15. maí. Ákæran er í þremur liðum og hefur presturinn verið leystur frá störfum tímabundið.

Fyrr í mánuðinum var ástralski kardínálinn George Pell dæmdur í sex ára fangelsi í  Melbourne fyrir að hafa beitt tvo drengi kynferðislegu ofbeldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert