Átök harðna á Gaza

Sjö særðust þegar flugskeyti var skotið frá Gaza í nótt, …
Sjö særðust þegar flugskeyti var skotið frá Gaza í nótt, en flugskeytið lenti á húsi í bænum Mishmeret, um 20 kílómetra norðan við Tel Aviv. AFP

Tíu flugskeytum var skotið frá Gazasvæðinu í átt að Ísrael í kvöld. Árásin var svar við árás Ísraelshers síðdegis, en sú árás var gerð í hefndarskyni við eldflaugaárásir frá Gaza á bæ í Ísrael síðustu nótt. Búist er við að átök harðni á Gaza á næstunni, ekki síst í ljósi yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta síðdegis þess efnis að Gólanhæðir tilheyri Ísrael.

Sjö særðust þegar flugskeyti var skotið frá Gaza í nótt, en flugskeytið lenti á húsi í bænum Mishmeret, um 20 kílómetra norðan við Tel Aviv. Þrjú hinna særðu eru börn. Ísraelsher svaraði með að minnsta kosti tveimur sprengjuárásum.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er staddur í Washington D.C. en hyggst stytta dvöl sína vegna árásanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert