Rafmagn fór af að nýju

AFP

Rafmagn fór af víða í Venesúela í gær aðeins tveimur vikum eftir að rafmagn fór af stórum hluta landsins.

Í höfuðborginni Caracas fór rafmagnið af um klukkan 13:20 að staðartíma, 17:20 að íslenskum tíma, en þegar leið á daginn var komið rafmagn í miðborginni en þar búa um sex milljónir. Enn er rafmagnslaust á einhverjum stöðum annars staðar í landinu. 

Ráðherra samskipta, Jorge Rodriguez, segir að árás hafi verið gerð á hleðslustöðvar við Guri-stífluna en 80% af rafmagni Venesúela kemur þaðan. Aftur á móti hafi aðeins tekið nokkrar klukkustundir að koma kerfinu af stað að nýju ólíkt því sem var síðast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert