Þýsk ráðhús rýmd vegna hótana

Frá Augsburg.
Frá Augsburg. AFP

Rýma þurfti nokkur ráðhús í Þýskalandi í morgun vegna sprengjuhótana sem bárust með tölvupósti.

Þýska lögreglan segir að ráðhúsin í Augsburg,  Chemnitz, GöttingenKaiserslautern, Neunkirchen og Rendsburg hafi verið rýmd og leitað í byggingunum sem og næsta nágrenni en ekkert fundist. 

Í Göttingen og Augsburg hafði þetta áhrif á almenningssamgöngur því lestum, strætisvögnum og sporvögnum var beint frá miðborginni og nágrenni ráðhúsanna á meðan lögreglan afhafnaði sig. 

Ekki er langt síðan öfgaþjóðernissinni sendi yfir 100 hótunarbréf á lögmenn, stjórnmálamenn, blaðamenn og tónlistarfólk. Í einhverjum bréfanna var viðkomandi hótað lífláti. 

Ráðhúsið í Kaiserslautern.
Ráðhúsið í Kaiserslautern. AFP
Göttingen.
Göttingen. AFP
Ráðhúsið í Chemnitz.
Ráðhúsið í Chemnitz. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert