Yfir 100 handteknir í París

Mótmælendur sjást hér umluktir reyk eftir að lögreglan beitti táragasi …
Mótmælendur sjást hér umluktir reyk eftir að lögreglan beitti táragasi í miðborginni í dag til að dreifa mannfjöldanum. AFP

Lögreglan í París beitti táragasi og handtók yfir 100 manns á mótmælafundi gulvestunga í höfuðborg Frakklands í dag, en hópurinn hefur undanfarnar vikur og mánuði komið saman til að mótmæla stjórnvöldum. 

AFP

Breska ríkisútvarpið greinir frá því, að kveikt hafi verið í mörgum vélhjólum í borginni. Þá hefur mótmælendum verið meinað að vera í námunda við Notre Dame-dómkirkjuna, sem skemmdist mikið nýverið í miklum bruna. Er þetta gert til að vernda bygginguna. 

Þúsundir komu saman í miðborginni, en mótmælin hafa nú staðið yfir í 23 vikur. 

Talsmaður lögreglunnar segir að 126 hafi verið teknir höndum og 11.000 mótmælendur verið undir eftirliti. Fjölmennustu mótmælin voru í París en einnig var mótmælt í öðrum borgum.

Lögreglan beitti táragasi, og ef gasið berst í augu veldur …
Lögreglan beitti táragasi, og ef gasið berst í augu veldur það sviða og táraflóði. Hér má sjá mótmælanda eftir að hann hellti mjólk í augun til að draga úr sviðanum. AFP

Fyrr í þessum mánuði skrifaði Emmanuel Macron undir ný lög sem veita öryggissveitum í landinu auknar valdheimildir í tengslum við fjöldamótmæli. Andstæðingar halda því fram að nýja löggjöfin brjóti gegn almennum réttindum borgara í landinu. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert