Setti hvolpa í ruslagám

Hvolpunum heilsast vel.
Hvolpunum heilsast vel. Skjáskot

Lögreglan í Kaliforníu í Bandaríkjunum leitar nú að konu sem er grunuð um að hafa losað sig við sjö nýfædda hvolpa með því að setja þá ofan í ruslagám í Coachella. Atvikið náðist á eftirlitsmyndavél og hafa yfirvöld birt mynd af konunni. 

Konan er sökuð um að hafa sett terrier-hvolpa í plastpoka og komið þeim síðan fyrir í gámnum sem var fyrir aftan bílapartasölu síðdegis á fimmtudag. Dýraverndarsamtök í Riverside-sýslu segja að um dýraníð sé að ræða, og málið sé unnið í samvinnu við lögreglu og embætti saksóknara. 

Það var vegfarandi sem fann pokann og í framhaldinu var haft samband við yfirvöld. Hvolpanir eru þriggja daga gamlir. Fram kemur á vef CNN að gríðarlega heitt sé á þessum tíma, en til allrar hamingju amaði ekkert að þeim en þeir voru skoðaðir af dýralæknum. Nú er búið að koma þeim í fóstur. 

Chris Mayer, hjá dýraverndarsamtökum í Riverside-sýslu, segir að ekkert afsaki það að setja hvolpa í ruslagám. „Þetta er til skammar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert