Lögreglumaður keyrði á hóp barna

Atvikið átti sér stað í borginni Gombe.
Atvikið átti sér stað í borginni Gombe. Kort/Google

Tíu létust og meira en 30 særðust eftir að lögreglumaður keyrði bíl sinn inn í hóp af börnum á páskahátíð í norðausturhluta Nígeríu í gær. Reiður múgurinn réðst á ökumanninn og myrti hann.

„Tíu létust, þar á meðal lögregluþjónninn og félagi hans sem var með honum,“ sagði talsmaður lögreglu. Þar kom einnig fram að lögregluþjónninn hafi ekki verið á vakt þegar atvikið átti sér stað.

Því var bætt við að reiður múgurinn hefði ráðist á mennina og drepið þá.

Samkvæmt vitnum ók maðurinn viljandi að hópi fólks eftir að hafa lent í rifrildi vegna þess að hann komst ekki leiðar sinnar en veginum hafði verið lokað vegna hátíðarhalda. Þegar börnin hleyptu manninum loks fram hjá keyrði hann viljandi á þau.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert