Þrjátíu ár fyrir nauðgun og morð

Vikt­oria Mar­in­ova var myrt í almenningsgarði þar sem hún var …
Vikt­oria Mar­in­ova var myrt í almenningsgarði þar sem hún var úti að skokka. AFP

21 árs karlmaður var í dag dæmdur í 30 ára fangelsi en hann nauðgaði og myrti búlgörsku blaðakonuna Viktoriu Marinovu 6. október í fyrra. Maðurinn slapp við lífstíðardóm eftir að hann játaði glæpinn.

Maður­inn, Sever­in Krasim­irov, var hand­tek­inn í þýska bæn­um Stade, skammt frá Ham­borg. Þangað flúði hann eftir að hafa myrt Marinovu í heimabæ hennar, Ruse.

Krasimirov var einnig gert að greiða fjölskyldu fórnarlambsins 230.000 evrur, jafnvirði um 31,2 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur.

Saksóknarar sögðu að ekkert benti til þess að árásin tengdist störfum Marinovu. Hún var að skokka í almenningsgarði þegar Krasimirov réðst á hana, nauðgaði henni, barði og kæfði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert