Boðað til kosninga í Austurríki

Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, boðar til kosninga.
Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, boðar til kosninga. AFP

Kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, hefur boðað til kosninga eftir að varakanslarinn, Heinz-Christian Strache, sagði af sér. Sá gerðist uppvís um að bjóða fyrirtækjum hlunnindi gegn stuðningi í pólitískum erindum.

Kurz, kanslari og leiðtogi austurríska Þjóðarflokksins, hefur þannig leyst upp stjórnarsamstarfið við FPO, flokk Strache, sem er lengra til hægri á skalanum. 

Sueddeutsche Zeitung og Der Spiegel birtu myndbönd þar sem Strache sást bjóða til þessa. Það olli hneyksli og hann sagði af sér. Nú er boðað til kosninga, að sögn vefútgáfu Sueddeutsche Zeitung.

„Ég hef lagt það til við forseta lýðveldisins að hér verði gengið til kosninga, eins fljótt og auðið er,“ er haft eftir kanslaranum, Kurz.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert