Fyrsta afríska konan á toppinn

Everest er í Nepal.
Everest er í Nepal. AFP

Saray Khumalo náði á topp Evererst, hæsta tind heims, í fyrradag. Fyrst afrískra kvenna. Khumalo sem er 47 ára gömul náði toppnum í fjórðu tilraun. Hún safnar áheitum fyrir menntun afrískra barna.    

„Draumur minn er að komast hærra og fara lengri á meðan ég dreg andann í þessu lífi. Ég vil sýna börnunum mínum og öðru venjulegu fólki fordæmi svo það geri sér grein fyrir því að venjulegt fólk eins og við getur náð einstökum hæðum.“ Þetta skrifar AFP-fréttveitan eftir vefsíðu hennar.  

„Hún minnir okkur á að með hugrekki og þrautseigju getum við náð okkar helstu markmiðum,“ segir Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, í Twitter-færslu. 

Nepalska ferðamálaráðuneytið staðfesti afrekið en hafði engin gögn um það hvort hún væri fyrsta afrísk konan til að ná á toppinn. 

Khumalo ætlar sér að komast á hæstu tinda í hverri heimsálfu. Hún hefur þegar komist á þrjá þeirra og nú þann fjórða. Hún hefur náð upp á topp á Kilimanjaro í Afríku, Aconcagua í  Argentínu og Elbrus í Rússalndi. 

Khumalo nýtir ferðalag sitt til að afla fjár fyrir menntunarsjóði barna. 

Margir fjallagarpar freista þess að ná á toppinn núna því veðurglugginn er opinn. Hann hefur verið opinn frá apríl og verður líklega fram til loka maí. Á sama tíma fjölgar þeim sem láta lífið í þessari hættulegu för. 

   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert