Repúblíkani vill Trump ákærðan

Forsetinn við ræðuhöld í höfuðborginni Washington D.C. í fyrradag.
Forsetinn við ræðuhöld í höfuðborginni Washington D.C. í fyrradag. AFP

Fyrsti bandaríski þingmaðurinn úr röðum Repúblíkanaflokksins sem kallar eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé ákærður hefur litið dagsins ljós. Sá heitir Justin Amash, fulltrúardeildarþingmaður Michigan-ríkis, og lýsti skoðunum sínum á twitter reikningi sínum í gærkvöld. 

Þar segir hann m.a. að Trump hafi tekið þátt í aðgerðum sem verðskuldi ákæru, en málið tengist rannsóknarskýrslu Roberts Muellers, sérstaks saksóknara, á meintum tengslum kjörs Trumps árið 2016 við Rússland. 

Segir Amash í tísti sínu einnig að William Barr ríkissaksóknari hafi vísvitandi rangtúlkað skýrslu Muellers, og að einungis fáir þingmenn hafi lesið hana. 

Eins og fram kom á sínum tíma fann Mueller engin sannanleg tengsl milli Trump og Rússa en tiltók hins vegar tíu tilvik þar sem Trump reyndi mögulega að hindra framgang réttvísinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert