Sprengja sprakk við pýramídana í Giza

Enn er ekki vitað hver stendur að baki árásinni.
Enn er ekki vitað hver stendur að baki árásinni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Að minnsta kosti 16 eru slasaðir eftir sprengingu í rútu nærri pýramídunum í Giza í Egyptalandi. Flestir þeirra slösuðu eru erlendir ferðamenn, að því er segir í frétt BBC.

Ferðamennirnir eru flestir frá Suður-Afríku en áverkar þeirra eru ýmist sagðir minniháttar eða miðlungsalvarlegir.

Sprengjan sprakk við girðingu sem rútan átti leið hjá. Enn er ekki vitað hver stendur að baki árásinni, en íslamskir hermenn hafa áður gert beint árásum sínum gegn túristum í Egyptalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert