Trump vill ekki að McGahn beri vitni

Donald McGahn var fyrsti ráðgjafi Donalds Trump í Hvíta húsinu, …
Donald McGahn var fyrsti ráðgjafi Donalds Trump í Hvíta húsinu, og síðar lykilvitni í Mueller-skýrslunni svokölluðu. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti beinir til Donald F. McGahn, fyrrveranda ráðgjafa í Hvítahúsinu, að hunsa stefnu til að mæta fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings vegna umfjöllunar um skýrslu Robert Muellers vegna meinta afskipta Rússa af bandarísku forsetakosningunum.

New York Times greindi frá því fyrir tíu dögum að í apríl báðu embættismenn í Hvíta húsinu McGahn að minnsta kosti tvisvar sinnum um að segja op­in­ber­lega að hann hafi aldrei talið að for­set­inn hefði hindrað fram­gang rétt­vís­inn­ar, en McGahn, sem var fyrsti ráðgjafi forsetans í Hvíta húsinu, er lykilvitni í skýrslu Muellers. McGagn hafnaði beiðninni.

Sarah Sanders, starfsmannastjóri í Hvíta húsinu, segir að Hvíta húsið líti svo á að „ekki sé hægt að skikka McGahn til að mæta fyrir þingnefndina.“

Í skýrslu Muellers segir meðal annars að McGahn hafi sagt að Trump hafi hringt í hann oft og mörgum sinnum í júní 2017 og sagt honum að skipa dómsmálaráðuneytinu að reka Mueller. McGahn varð ekki við beiðninni.

Frá því að skýrsla Muellers kom út í síðasta mánuði hafa Demókratar á þingi haldið því fram að vitnisburður McGahn í skýrslunni varpi ljósi á tilraunir Trump til að hindra framgang réttvísinnar. Því vilja þeir að McGahn komi fyrir nefndina.

Ekki liggur ljóst fyrir hvort McGahn muni fara eftir skipun Hvíta hússins, og þar með Trump, og neita að koma fyrir nefndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert