Sjálfsvígstilraunir í kjölfar kosninga

Innflytjendastefna ástralskra stjórnvalda er umeild og hefur búðum hælisleitenda á …
Innflytjendastefna ástralskra stjórnvalda er umeild og hefur búðum hælisleitenda á Manus og Nauru oft verið mótmælt. AFP

Að minnsta kosti fjórir flóttamenn hafa reynt að fremja sjálfsvíg í flóttamannabúðum á vegum ástralskra yfirvalda á Kyrrahafseyjunum Nauru og Manus á Papúa Nýju-Gíneu frá þingkosningunum á laugardag.

Ríkisstjórn Scott Morrison hélt velli í kosningunum og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, flóttafólki og lögmönnum kom það ýmsum á óvart því samkvæmt spám benti allt til sigurs Verkamannaflokksins.

Um 800 flóttamenn eru í haldi á eyjunum og búa þar við erfiðar aðstæður. Kúrdíski rithöfundurinn og hælisleitandinn Behrouz Boochani skrifaði á Twitter frá Manus að ástandið þar sé stjórnlaust og að í dag hafi tveir til viðbótar reynt að taka eigið líf.



Að sögn lögreglustjórans á Manus, David Yapu, veit hann til þess að tíu hið minnsta hafi reynt sjálfsvíg þar að undanförnu, þar á meðal fjórir um helgina. Meðal annars hafi einhverjir reynt að kveikja í sér og svo eru einhverjir flóttamenn í hungurverkfalli. Stofnun sem fer með málefni flóttafólks í Ástralíu hefur ekki viljað svara fyrirspurnum fréttamanna um málið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert