Sautján nýjar ákærur á hendur Assange

Julian Assange steytir hnefann um borð í fangaflutningabíl í London …
Julian Assange steytir hnefann um borð í fangaflutningabíl í London 1. maí síðastliðinn. AFP

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefði verið ákærður fyrir að brjóta gegn njósnalöggjöf Bandaríkjanna vegna birtingar á leynilegum hernaðar- og stjórnsýslugögnum, en ráðuneytið neitar því að Assange sé blaðamaður, samkvæmt frétt AFP um málið.

Alls kynnti dómsmálaráðuneytið 17 nýjar ákærur á hendur Assange, meðal annars fyrir að hjálpa Chelsea Manning að stela leynilegum gögnum Bandaríkjastjórnar og fyrir að afhjúpa heimildarmenn Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum og Kína, sem nefndir voru á nafn í skjölunum sem Wikileaks opinberaði.

Frétt BBC um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert