Ungmenni létust í eldsvoða

Ógnvekjandi myndskeið af tilraunum unga fólksins til þess að bjarga …
Ógnvekjandi myndskeið af tilraunum unga fólksins til þess að bjarga lífi sínu með því að stökkva fram af húsinu eru í dreifingu á samfélagsmiðlum, samkvæmt AFP. AFP

Að minnsta kosti 19 nemendur eru látnir eftir að eldur kom upp í skólahúsnæði í borginni Sura í vesturhluta Indlands í dag. Tuttugu nemendur til viðbótar hið minnsta hafa verið fluttir á spítala með alvarlega áverka.

Flestir hinna látnu eru á táningsaldri og samkvæmt frétt AFP voru sextán af þeim nítján sem hafa látist ungar konur. Þeir sem létust urðu ýmist eldinum að bráð eða létust er þau stukku fram af húsinu, sem er fleiri hæða hátt.

Ógnvekjandi myndskeið af tilraunum unga fólksins til þess að bjarga lífi sínu með því að stökkva fram af húsinu eru í dreifingu á samfélagsmiðlum, samkvæmt AFP.

Kennslustofurnar, sem um 50-60 nemendur voru í eldurinn kom upp, eru á efstu hæð hússins og AFP hefur eftir embættismönnum að eldurinn hafi breiðst afar hratt út um þak hússins, vegna byggingarefnanna sem þar voru notuð.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri harmi sleginn yfir eldsvoðanum og að hugur sinn væri hjá syrgjandi fjölskyldum.

Frétt BBC um málið

Lögeglu- og slökkviliðsmenn bera lík eins nemanda út úr byggingunni.
Lögeglu- og slökkviliðsmenn bera lík eins nemanda út úr byggingunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert