Fjöldi manns fékk reykeitrun

Ljósmynd/Wikipedia.org

Fjöldi manns var fluttur á sjúkrahús í kjölfar þess að eldur kom upp í flutningaskipi í Taílandi í dag.

Fram kemur í frétt AFP 25 verkamenn að minnsta kosti hafi orðið fyrir reykeitrun og öðrum meiðslum en taílenskir miðlar segja að í heildina sé um 130 manns að ræða.

Fram kemur í frétt AFP að yfirvöld hafi í kjölfarið rýmt svæðið í kringum skipið og lýst það hættusvæði.

Sprenging hafi orðið í kjölfar þess að eldurinn kviknaði en flutningaskipið liggur við bryggju í hafnarborginni Laem Chabang sem talin er að hafi orðið í gámi í skipinu.

Enginn þeirra sem fluttir voru á sjúkrahús er talinn í lífshættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert