Tíu létust í koltvísýringsleka

Flutningaskipið var í slipp í borginni Weihai í austurhluta Kína …
Flutningaskipið var í slipp í borginni Weihai í austurhluta Kína er slysið átti sér stað. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Að minnsta kosti tíu létust og 19 til viðbótar liggja á sjúkrahúsi eftir að koltvísýringur lak úr eldvarnarkerfi flutningaskips í austurhluta Kína, samkvæmt því sem yfirvöld þar segja.

Gaslekinn kom upp við höfnina í borginni Weihai í gær, samkvæmt því sem yfirvöld á svæðinu sögðu í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. Ástand þeirra 19 sem liggja á sjúkrahúsi mun vera stöðugt.

Koltvísýringurinn lak úr eldvarnarkerfi skipsins, sem áður segir, en skipið var í slipp er gaslekinn kom upp. Samkvæmt yfirlýsingu yfirvalda varð gaslekinn vegna ónægrar aðgætni af hálfu skipverja og eru einhverjir þeirra í haldi vegna málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert