Annar flugmannanna lét lífið

Vélarnar voru í æfingaflugi nærri Rostock í norðurhluta Þýskalands.
Vélarnar voru í æfingaflugi nærri Rostock í norðurhluta Þýskalands. AFP

Annar flugmannanna tveggja sem þurftu að skjóta sér út úr orrustuþotum þýska flughersins í norðurhluta Þýskalands er þær voru við það að rekast saman laust fyrir hádegi, lét lífið í slysinu.

„Annar flugmannanna fannst látinn. Hinn náði að bjarga sér með fallhlíf sinni og er á lífi,“ segir í tilkynningu frá flughernum á Twitter.

Ástæður slyssins liggja ekki fyrir, en orrustuþoturnar tvær voru af Eurofighter-gerð og höfðu verið í æfingaflugi nærri borginni Rostock við Eystrasaltið.

Önnur flugvélanna hrapar hér brennandi til jarðar.
Önnur flugvélanna hrapar hér brennandi til jarðar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert