„Ekki vera bleyða“

Jeremy Hunt (til hægri), utanríkisráðherra Bretlands, skorar á Boris Johnson, …
Jeremy Hunt (til hægri), utanríkisráðherra Bretlands, skorar á Boris Johnson, keppinaut sinn í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins, í aðsendri grein í The Times í dag að „herða sig“ og mæta í sjónvarpskappræður á morgun. AFP

Sky-fréttastofan mun að öllum líkindum aflýsa fyrirhuguðum kappræðum tveggja leiðtogaefna Íhaldsflokksins ef svo fer sem horfir að Boris Johnson neiti að taka þátt.

Keppinautur hans, utanríkisráðherrann Jeremy Hunt, hefur samþykkt að taka þátt í kappræðunum sem eiga að fara fram á morgun en Johnson hefur ekki þekkst boðið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sky. „Án þátttöku beggja frambjóðenda munu kappræðurnar ekki eiga sér stað,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

„Ekki vera bleyða,“ ritar Hunt grein í The Times í dag þar sem hann hvetur keppinaut sinn til að taka þátt í kappræðunum.

John­son, sem þykir lík­legri til þess að verða leiðtogi Íhalds­flokks­ins og þar með næsti for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, neitaði á fram­boðsfundi í fyrradag að svara spurn­ing­um um meint rifr­ildi sitt við unn­ustu sína Carrie Symonds, sem varð til þess að áhyggju­full­ur ná­granni pars­ins hringdi í lög­reglu sem mætti svo á heim­ili þeirra.

Hunt segist ekki hafa áhuga á að ræða einkalíf Johnson, það sé auðvelt að gagnrýna hann fyrir einkalífið en að sama skapi sé það rangt. Johnson þurfi hins vegar að „herða sig og sýna þjóðinni að hann geti tekist á við þá miklu gagnýni sem þetta erfiðasta starf landsins hafi í för með sér.“

Johnson hefur hins vegar samþykkt að taka þátt í kappræðum 9. júlí, eftir að flokksmönnum hafa borist atkvæðaseðlar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert