Innflytjendur og heilbrigðiskerfið

Elizabeth Warren.
Elizabeth Warren. AFP

Tíu demókratar sem keppa um hylli flokksmanna fyrir forsetakosningarnar 2020 tókust á í sjónvarpskappræðum vestanhafs í gærkvöldi. Fréttaveitur virðast sammála um að Elizabeth Warren hafi átt sviðið. Eitt helsta umræðuefnið var staða innflytjenda og heilbrigðismál. 

Tíu frambjóðendur munu taka þátt í kappræðum í kvöld en alls sækjast 20 eftir því að verða fulltrúi Demókrataflokksins í forsetakosningum á næsta ári. Meðal þeirra sem taka þátt í kvöld eru Joe Biden og Bernie Sanders.

Kappræðurnar fóru fram í Miami í gærkvöldi og beittu frambjóðendur ýmsum ráðum til að fanga athygli áhorfenda. Meðal annars með því að öskra hærra en hinir. 

Warren, sem er öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, hefur sveiflast til og frá í skoðanakönnunum. Hún var eini frambjóðandinn sem sagðist styðja breytingar á sjúkratryggingakerfi landsins, að falla frá einkavæðingu í að koma upp heilbrigðiskerfi á vegum hins opinbera. Hún sagði að það væru margir stjórnmálamenn sem héldu því fram að það sé ekki mögulegt en hið sanna sé að þeir ætli sér ekki að taka slaginn. „Heilsugæsla er grundvallarmannréttindi og ég mun berjast fyrir grundvallarmannréttinum,“ sagði Warren meðal annars.

NBC

CNN

New York Times

ABC

Washington Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert