Mannskæðar sjálfsmyndir

AFP

Sjálfsmyndir (selfies) hafa kostað fimm sinnum fleiri lífið en árásir hákarla undanfarinn áratug en vinsældir slíkra mynda hafa aukist jafnt og þétt með tilkomu snjallsíma.

Á tímabilinu október 2011 og nóvember 2017 létust 259 manns við að taka sjálfsmyndir í heiminum en á sama tímabili létust 50 í hákarlaárásum. Þetta kemur fram í grein indverska tímaritsins Journal of Family Medicine and Primary Care. 

Þrátt fyrir að konur taki flestar sjálfsmyndir eru það ungir karlar sem taka mestu áhættuna og þar af leiðandi fjölmennastir í hópi þeirra látnu. Þrír af hverjum fjórum sem látast við að taka sjálfsmyndir eru ungir karlar. Þeir drukkna, lenda í árekstri, falla eða skjóta sig til bana fyrir slysni.

Alls eru íbúar Indlands yfir 1,3 milljarðar og eiga þeir yfir 800 milljónir snjallsíma. Þar í landi eru andlátin flest við sjálfsmyndatökur eða 159 alls. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert