Send heim með verkjalyf

Konan var flutt á sjúkrahúsið í Stokkhólmi með sjúkrabíl.
Konan var flutt á sjúkrahúsið í Stokkhólmi með sjúkrabíl. Ljósmynd/Wikipedia.org

Þunguð kona sem var send heim af neyðarmóttöku í Svíþjóð með verkjalyf eftir að hafa leitað þangað vegna brjóstverks lést 14 klukkustundum síðar vegna rofinnar ósæðar.

Konan var komin 31 viku á leið þegar hún leitaði á bráðamóttöku St Göran-sjúkrahússins í Stokkhólmi í janúar. Læknar settu konuna í hjartalínurit og rannsökuðu hjarta hennar og lungu og niðurstaðan var að hún væri með stækkaða ósæð. Aftur á móti töldu þeir ekki að um bráðatilvik væri að ræða, segir í frétt sænsku útvarpsstöðvarinnar P4.

Talið var að verkurinn sem hún fann fyrir tengdist vöðvum eða beinum og hún því send heim með verkjalyf, alvedon, sem er sænskt samheitalyf parasetamol. Jafnframt var lagt til að hún yrði send í hjartaómskoðun. 14 tímum síðan var hún flutt á neyðarmóttökuna að nýju eftir hjartaslag og lést á sjúkrahúsinu.

Sjúkrahúsið tilkynnti um atvikið til embættis landslæknis sem alvarlegt frávik.

Í viðtali við P4 segir yfirlæknir St Göran, Måns Belfrage, að það sé skelfilegt að þetta hafi gerst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert