Var skotin í magann og ákærð í kjölfarið

Bann var lagt gegn þungunarrofi í Alabama í maí.
Bann var lagt gegn þungunarrofi í Alabama í maí. AFP

Móðir í Alabama í Bandaríkjunum sætir gæsluvarðhaldi vegna ákæru þess efnis að hafa valdið dauða barns síns, en hún var komin fimm mánuði á leið þegar önnur kona skaut hana í magann.

Konurnar tvær lentu í rifrildi utan við verslun og enduðu átökin með því að Ebony Jemison skaut Marshae Jones í magann með þeim afleiðingum að hún missti fóstrið. Ákærur gegn Jemison hafa verið látnar niður falla, en hún er talin hafa skotið Jones í sjálfsvörn.

„Við skulum ekki missa sjónar á því að ófætt barnið er fórnarlambið hér,“ er haft eftir lögreglumanninum Danny Reid í frétt Huffington Post af málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert