Nýnasisti á ekki kost á reynslulausn

Bíllinn sem Fields ók inn í mannfjöldann.
Bíllinn sem Fields ók inn í mannfjöldann. AFP

Nýnasistinn James Alex Fields Jr. hlaut annan lífstíðardóm fyrir að aka bíl sín­um inn í hóp mót­mæl­enda í Char­lottesville í Banda­ríkj­un­um árið 2017 þar sem ein kona lést. Hann hafði þegar hlotið einn lífstíðardóm auk 419 ára til viðbótar fyrir alríkisdómstól.

Þessi dómurinn féll fyrir dómstólum í Virginíu-ríki 28. júní síðastliðinn og hann á ekki kost á að óska eftir reynslulausn. Hann hefur því hlotið tvo lífstíðardóma auk 419 ára fangelsisvistar. 

Fields ók bíl sín­um á hóp mót­mæl­enda 12. ág­úst 2017 í Virg­in­íu með þeim af­leiðing­um að 32 ára kona lést og 29 manns særðust. Kon­an var stödd í borg­inni til að mót­mæla sam­komu kynþátta­hat­ar­anna. 

James Alex Fields Jr. hlaut lífstíðarfangelsi.
James Alex Fields Jr. hlaut lífstíðarfangelsi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert