Íhugar alvarlega að slíta tengslin

Duterte ygglir sig gegn hverju því vestræna ríki sem fordæmir …
Duterte ygglir sig gegn hverju því vestræna ríki sem fordæmir þessa auðkennisherferð hans. AFP

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar nú alvarlega að slíta öll tengsl landsins við Ísland vegna ályktunar sem Ísland lagði fram í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um rannsókn á stríðinu gegn fíkniefnum í Filippseyjum.

Duterte ygglir sig gegn hverju því vestræna ríki sem fordæmir þessa auðkennisherferð forsetans, sem hefur skilið þúsundir eftir í valnum og gagnrýnendur ganga jafnvel svo langt að kalla glæp gegn mannkyninu.

Það var aðaltalsmaður forsetans, Salvador Panelo, sem sagði forsetann nú alvarlega íhuga að slíta tengsl Filippseyja við Ísland, en öldungadeildarþingmaðurinn Imee Marcos hafði þegar lagt það til. 

„Samþykkt ályktun Íslands er afkáralega einhliða, óheyrilega takmörkuð og meinfýsilega flokkspólitísk,“ sagði Panelo í yfirlýsingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert