Yfir Ermarsund í gúmmíhring

Samkvæmt góðgerðarsamtökum grípur flóttafólk í norðurhluta Frakklands til æ meiri …
Samkvæmt góðgerðarsamtökum grípur flóttafólk í norðurhluta Frakklands til æ meiri örþrifaráða til þess að komast yfir til Bretlands. Ljósmynd/Kong Jun

Franska strandgæslan bjargaði flóttamanni úr Ermarsundi í dag, en sá hafði freistað þess að synda frá Frakklandi yfir til Bretlands með hjálp gúmmíhrings og froskalappa.

Maðurinn var með væga ofkælingu þegar honum var bjargað um borð samkvæmt yfirlýsingu frá frönsku strandgæslunni.

Það var áhöfn lítils fiskibáts sem kom fyrst auga á manninn í dagrenningu í morgun þar sem hann var á svamli á þessari fjölförnu siglingaleið á milli Bretlands og Frakklands.

Samkvæmt góðgerðarsamtökum grípur flóttafólk í norðurhluta Frakklands í auknum mæli til örþrifaráða til þess að komast yfir til Bretlands vegna hertrar gæslu í höfnum á svæðinu, en yfirvöld á svæðinu þurfa í síauknum mæli að aðstoða fólk sem reynir að komast leiðar sinnar með hjálp uppblásinna leiktækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert