Tólf létust í sprengingu í Kína

Ljósmynd/Wikipedia.org

Tólf að minnsta kosti létu lífið þegar öflug sprenging varð í gas- og kolavinnslufyrirtæki í Kína síðdegis í gær. Þriggja er enn saknað samkvæmt frétt AFP.

Fram kemur í fréttinni að þrettán hafi slasast alvarlega í sprengingunni og fleiri orðið fyrir minni háttar meiðslum. Skemmdir urðu í byggingum í þriggja kílómetra radíus.

Starfsemi fyrirtækisins var stöðvuð í kjölfarið og eru rúmlega 270 björgunarsveitarmenn á staðnum við leit að þeim sem saknað er.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað olli sprengingunni en málið verður rannsakað eftir að björgunaraðgerðum lýkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert