„Ef þið hlýðið, verðið þið óhultir“

Skip breska sjóhersins var of langt frá vettvangi til þess …
Skip breska sjóhersins var of langt frá vettvangi til þess að geta hindrað hertökuna. AFP

Upptaka af samskiptum áhafnar bresks olíuflutningaskips við íranska herinn skömmu áður en olíuflutningaskipið var hertekið í Persaflóa á föstudag hefur verið birt opinberlega.

Þar heyrist talsmaður íranska hersins gefa skipstjóra olíuflutningaskipsins skipanir þess efnis að breyta stefnu skipsins svo hægt væri að „gera á því öryggisúttekt“.

„Ef þið hlýðið, verðið þið óhultir,“ endurtekur talsmaður hersins í sífellu.

Þá má heyra í upptökunni fyrirmæli sem breski sjóherinn gefur skipverjum á olíuskipinu, þar sem ítrekað er að ólöglegt sé að hindra för skipa sem stundi flutning á alþjóðlegum siglingaleiðum. Skip breska sjóhersins var þó of langt frá vettvangi til þess að geta hindrað hertökuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert