Sautján látnir eftir bílsprengju

Ónýtur bíll eftir að bílsprengja sprakk í Mogadishu í síðasta …
Ónýtur bíll eftir að bílsprengja sprakk í Mogadishu í síðasta mánuði skammt frá þinghúsinu í borginni. AFP

Sautján eru látnir eftir að bílsprengja sprakk í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun.

Hátt í þrjátíu manns eru særðir.

Hryðjuverkasamtökin Al-Shabaab segjast bera ábyrgð á árásinni.

„Lík þeirra sautján sem fórust í sprengingunni voru flutt í líkhúsið á sjúkrahúsinu og gert var að sárum 28 til viðbótar,“ sagði Mohamed Yusuf, forstjóri sjúkrahússins Medina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert