Átu hráa íkorna framan við vegan-stað

Mennirnir bitu í loðna íkornana þar sem þeir stóðu framan …
Mennirnir bitu í loðna íkornana þar sem þeir stóðu framan við vegan matarvagn. Mynd úr safni. AFP

Dómstóll í Bretlandi hefur sektað tvo karlmenn sem átu dauða íkorna framan við vegan veitingavagn. Voru þeir fundir einnig fundir sekir um að trufla almanna frið. BBC greinir frá.

Mennirnir, Deonisy Khlebnikov og Gatis Lagzdins, bitu í loðna íkornana framan við matarvagn sem var meðal þátttakenda í vegan matarmarkaði í Soho í London í mars á þessu ári. Neituðu mennirnir því að hafa verið róstursamir og að gjörðir þeirra hafi verið líklegar til að teljast áreiti og vekja óhug.

Deonisy Khlebnikov og Gatis Lagzdins fullyrtu að þeir væru mótfallnir veganisma og að þeir vildu vekja athygli á hættu þess að borða ekki kjöt þegar þeir neyttu hrárra íkorna á almannafæri,“ hefur BBC eftir Natalie Clines, hjá embætti saksóknara.

„Með því að velja að gera það framan við vegan matarvagn og halda viðurstyggilegri hegðun sinni áfram þrátt fyrir að hafa verið beðnir um að hætta, m.a. af foreldrum barns sem komst í uppnám, gat saksóknari sýnt fram á að þeir voru með plan og ætluðu sér að valda almenningi óhugnaði.

Fyrirfram skipulagðar gjörðir þeirra ullu almenningi verulegum óhugnaði, m.a. ungum börnum,“ bætti Clines við.

Var Khlebnikov gert að greiða 31.000 kr. sekt og Lagzdins, sem ekki var viðstaddur dómsuppkvaðninguna, var gert að greiða 62.000 kr. sekt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert