Létust í eldsvoða í sumarbúðum

Skemmdir á tjaldsvæði sumarbúðanna í dag.
Skemmdir á tjaldsvæði sumarbúðanna í dag. AFP

Þrjú börn létust og það fjórða berst fyrir lífi sínu eftir að eldsvoði braust út í sumarbúðum í austur Rússlandi í morgun.

Logarnir breiddust yfir tjaldsvæði sumarbúðanna í Khabarovsk-héraði og eyðilagði um 20 tjöld og varð meðal annars stúlku að bana á ellefu ára afmælisdaginn sinn. Tvær stúlkur til viðbótar létust á sjúkrahúsi eftir að hafa hlotið alvarleg brunasár. 

Þá er drengur í „afar slæmu ástandi og að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði talsmaður yfirvalda á svæðinu. „Aðstæðurnar líta ekki vel út.“

Í sumarbúðunum voru 189 krakkar og táningar á aldrinum sjö til fimmtán ára. Lögregla hefur hafið rannsókn á manndrápi og hefur forstöðumaður tjaldsvæðisins verið settur í varðhald.

Skemmdir á tjaldsvæði sumarbúðanna í dag.
Skemmdir á tjaldsvæði sumarbúðanna í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert