Fjórir létust í þrumuveðrinu í Póllandi

Á toppi Giewont-fjalls er gríðarstór málmkross. Þar voru margir staddir …
Á toppi Giewont-fjalls er gríðarstór málmkross. Þar voru margir staddir er þrumuveðrið skall á. Wikimedia Commons/Opioła Jerzy

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 30 til viðbótar eru slasaðir, eftir að eldingum sló niður í Tatra-fjöllum í suðurhluta Póllands eftir hádegið í dag.

Jan Krzysztof fjallabjörgunarmaður sagði fjölmiðlamönnum síðdegis að tugir manna hefðu orðið fyrir eldingum við Giewond-fjall. Margir voru staddir á toppi fjallsins er eldingu laust niður í stærðarinnar málmkross sem þar er.

Samkvæmt pólsku sjónvarpsstöðinni TVN24 hafði fólkið lagt af stað í björtu veðri fyrr í dag, en stormurinn skall skyndilega á fjallgarðinum, þar sem mörg hæstu fjöll Póllands er að finna.

Frétt TVN24



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert