Urðu fyrir eldingu á hæsta fjalli Póllands

Fólkið var í fjallgöngu á Tatrafjallgarðinum í Póllandi.
Fólkið var í fjallgöngu á Tatrafjallgarðinum í Póllandi. Ljósmynd/Wikipedia.org

Þrumuveður skall skyndilega á við Tatrafjallagarðinn í suðurhluta Póllands og eldingu laust niður í járnkross á fjallinu með þeim afleiðingum að nokkrir létust og að minnsta kosti 12 slösuðust í dag. Ekki hefur verið gefinn út nákvæmur fjöldi þeirra sem létust því enn er leitað að fleirum, samkvæmt upplýsingum frá björgunarfólki á svæðinu.

Eldingu laust niður í nágrenni fjallsins Giewont og urðu tugir fyrir eldingu á nokkrum stöðum við fjallið, að sögn Jan Krzysztof fjallabjörgunarsveitarmanns.    

Fólkið freistaði þess að klífa hæst fjall Póllands. Fyrr um morguninn var heiðskýrt og gott veður. Skyndilega skullu á þrumur og eldingar. Þrátt fyrir erfið veðurskilyrði í dag var þyrla send út í dag í von um að finna fleira fólk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert