Obama hvetur fólk til að kjósa Trudeau

Félagarnir Justin Trudeau og Barack Obama.
Félagarnir Justin Trudeau og Barack Obama. AFP

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hvatti í dag kanadíska kjósendur til að kjósa forsætisráðherrann Justin Trudeau í þingkosningum sem fram fara í næstu viku. Sagði hann Trudeau vera „árangursríkan leiðtoga“.

„Ég var stoltur að vinna með Justin Trudeau sem forseti. Hann er vinnusamur, árangursríkur leiðtogi sem tekst á við stórar áskoranir eins og loftslagsbreytingar,“ sagði Obama í Twitter-færslu. 

„Heimurinn þarfnast framsækinnar leiðsagnar hans og ég vona að nágrannar okkar í norði styðji hann annað kjörtímabil.“

Trudeau svaraði fyrrverandi kollega sínum með tísti og þakkaði honum fyrir stuðninginn. 

 

Trudeau og Obama hittust fyrst á ráðstefnu í nóvember árið 2015. Fjórum mánuðum síðar varð Trudeau fyrsti kanadíski leiðtoginn til að fara í opinbera heimsókn í Hvíta húsið í 20 ár. Báðir hafa þeir lagt áherslu á málefni á borð við heilbrigðisþjónustu, réttindi samkynhneigðra og loftslagsbreytingar. 

Að því er fregnir herma hittust félagarnir síðast yfir bjór í lok maí, þegar Obama flutti erindi í Ottawa. Samband þeirra er nokkurs annars eðlis en samband Trudeau og núverandi Bandaríkjaforseta Donald Trump, en þeir virðast ekki vera í miklum metum hjá hvor öðrum. 

Miðað við skoðanakann­an­ir bend­ir flest til þess að næsta rík­is­stjórn Kan­ada verði minni­hluta­stjórn. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn und­ir for­ystu Trudeau og helsti keppi­naut­ur­inn, Íhalds­flokk­ur­inn und­ir for­ystu Andrews Scheer, mæl­ast með nán­ast jafn­mikið fylgi sam­kvæmt niður­stöðum skoðanakannana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert