Kröftugur jarðskjálfti í Frakklandi

Kona virðir fyrir sér ummerki eftir jarðskjálftann í borginni Le …
Kona virðir fyrir sér ummerki eftir jarðskjálftann í borginni Le Teil. AFP

Fjórir slösuðust í jarðskjálfta í suðausturhluta Frakklands í morgun en skjálftinn, 5,4 að stærð, var sagður óvenju kröftugur. 

Í frétt AFP kemur fram að skjálftinn hafi meðal annars fundist í borgunum Lyon og Montelimar en 150 kílómetrar eru á milli borganna.

„Ég hallaði mér að ofninum í bakaríi móður minnar þegar ég fann skjálftann. Leirtau viðskiptavina féll í gólfið og allt brotnaði,“ sagði Victoria Brielle, íbúi í Privas um 25 kílómetra frá upptökum skjálftans. 

Einn hinn slösuðu er alvarlega slasaður en meiðsli hinna þriggja eru ekki sögð alvarleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert