Hæstiréttur tekur fyrir barnaníðsmál kardínála

George Pell kardínáli.
George Pell kardínáli. AFP

George Pell, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Páfag­arðs og kardí­náli, fær lokatækifæri til að sýna fram á sakleysi sitt í barnaníðsmáli þegar hæstiréttur Ástralíu tekur mál hans fyrir. Hæstiréttur hefur samþykkt að taka við áfrýjun málsins, að því er greint er frá á vef BBC.

Pell var dæmd­ur fyr­ir að hafa beitt tvo drengi kyn­ferðis­legu of­beldi í Ástr­al­íu. Aldrei áður hef­ur jafn hátt sett­ur ein­stak­ling­ur inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar verið dæmd­ur fyr­ir barn­aníð. Pall beitti 13 ára gamla kórdrengi kyn­ferðisof­beldi í dóm­kirkju í Mel­bour­ne árið 1996, sam­kvæmt niðurstöðu tveggja undirdómstóla í Ástralíu.

Kardí­nál­inn, sem er 77 ára gam­all, held­ur því statt og stöðugt fram að hann sé sak­laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert