Höfundur súrtáarkokteilsins látinn

Sourtoe kokteillinn inniheldur tá líkt og nafnið gefur til kynna.
Sourtoe kokteillinn inniheldur tá líkt og nafnið gefur til kynna. Ljósmynd/Downtown Hotel Dawson

Dick Stevenson, maðurinn á bak við hinn fræga „súrtáarkokteill“, er nú látinn 89 ára að aldri.

Kokteillinn sem ber nafnið Sourtoe Cocktail eða súrtáarkokteillinn er líkt og nafnið gefur til kynna borinn fram með afskorinni og skorpnaðri tá. 

BBC greinir frá.

Hann hefur verið í drykkjarseðlinum á bar Downtown hótelsins í borginni Dawson í Yukon fylkinu í Kanada frá því á áttunda áratug síðustu aldar. Drykkurinn hefur laðað mikinn fjölda ferðamanna til Yukon og til þessa dags hafa tæplega 100.000 manns alls staðar að úr heiminum bragðað á drykknum.

Það var árið 1973 sem Stevenson, sem þá var skipstjóri um borð í bát sem sigldi á Yukon ánni, fann skorpna tá í yfirgefnum kofa.

Hugmyndin um drykkinn kviknaði svo í félagi við nokkra vini hans og sömdu þeir reglur fyrir klúbb þess útvalda hóps sem hefur bragðað á kokteilnum. Regla númer eitt er að það má drekka kokteilinn hratt eða hægt, en varnirnar verða að snerta tána.

Frá því að klúbburinn var stofnaður hefur hann hlotið meira en tíu tær að gjöf.

Íbúar Dawson hafa í vikunni minnst Stevenson sem sannrar „Yukon goðsagnar“.

„Dick kafteinn var sannarlega litríkur fimm prósenta maður sem breytti ímynd Dawson. Saga hans er samtengt súrtáar kokteilinum en við munum alltaf minnast hans fyrir ódauðlega ást hans á Dawson,“ sagði á Twitter síðu borgarinnar í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert