Lögðu hald á 2,5 kg af kókaíni

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Tveir menn eru í haldi dönsku lögreglunnar eftir að hald var lagt á tvö og hálft kíló af kókaíni í Valby í gær. Yfirmaður lögreglunnar, Lasse Biehl, staðfestir þetta við  Politiken í dag en þeir verða leiddir fyrir dómara síðar í dag þar sem óskað verður eftir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir þeim. 

Að sögn Biehl er verðmæti kókaínsins að minnsta kosti hálf milljón danskra króna, sem svarar til tæplega tíu milljón króna. Hann sagði að á þessari stundu væri ekki vitað hvort tvímenningarnir tengjast skipulagðri glæpastarfsemi.

Frétt Politiken

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert