Grunsamlegt að ásakanir séu skömmu fyrir kosningar

Hage Geingob, forseti Namibíu, segir tímasetningu ásakana gegn ráðherrum í …
Hage Geingob, forseti Namibíu, segir tímasetningu ásakana gegn ráðherrum í stjórn hans vera grunsamlega. AFP

Hage Geingob, forseti Namibíu, segist ekki ætla grípa til óúthugsaðra aðgerða vegna áskana á hendur ráðamönnum landsins um spillingu. Namibíska NBC-sjónvarpsstöðin segir þetta hafa verið svar forsetans við gagnrýnisröddum sem segja hann hafa átt að reka Bernardt Esau sjávarútvegsráðherra og Sacky Shangala dómsmálaráðherra landsins, í stað þess að leyfa þeim að segja af sér.

Þeir Esau og Shangala sögðu af sér á fimmtudag eftir umfjöllun íslenskra og namibískra fjölmiðla um Samherjamálið svonefnda.

Sagði Geingob í samtali við NBC að hann hefði alltaf gefið ráðherrum í stjórn sinni kost á að útskýra mál sitt væru þeir ásakaðir um eitthvað. Það væri þá grunsamlegt að ásakanir um spillingu í stjórn hans kæmu fram svo skömmu fyrir kosningar, en þingkosningar fara fram í landinu 27. nóvember.

Mót­mælt var fram­an við skrif­stofu namib­ísku spill­ingar­lög­regl­unn­ar (ACC) á föstu­dag vegna Sam­herja­máls­ins og höfðu lög­fræðing­ar, op­in­ber­ir emb­ætt­is­menn, stjórn­mála­menn og aðgerðasinn­ar gert sér ferð víða að úr land­inu til að taka þátt í mót­mæl­un­um.

Kröfðust mót­mæl­end­ur þess að þeir ráðamenn sem sakaðir hafa verið um spill­ingu verði hand­tekn­ir hið fyrsta, hald lagt á eign­ir þeirra og bankainnstæður fryst­ar.

„Hand­takið þá, hand­takið þá, eða við hand­tök­um þá sjálf,“ sagði einn mót­mæl­end­anna. „Við erum að sam­ein­ast gegn þeim sem stela frá okk­ur og kyn­slóðum framtíðar,“ sagði ann­ar. „Fólk hef­ur misst vinn­una vegna sjálfs­elsku þeirra,“ sagði sá þriðji.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert