Börn veiddu skotfæri upp úr tjörn

Lögreglan í héraðinu Þýringalandi (Thüringen) í Þýskalandi birti þessa mynd …
Lögreglan í héraðinu Þýringalandi (Thüringen) í Þýskalandi birti þessa mynd af ryðguðum skotfærunum. Ljósmynd/Þýska lögreglan

Þrjú börn í austurhluta Þýskalands veiddu sprengikúlur og byssukúlur frá síðari heimsstyrjöldinni upp úr tjörn með kröftugum segli, án þess að slasast.

Þau hringdu í lögregluna og létu vita af fundinum, skammt frá bænum Ohrdruf, að því er BBC greindi frá.  

Lögreglan girti svæðið af og hvatti almenning til að láta strax vita ef sams konar hlutir fyndust og sagði að alls ekki mætti koma við þá.

Ekki er vitað hvers vegna skotfærunum var hent í tjörnina.

Ósprungnar sprengjur úr síðari heimsstyrjöldinni finnast iðulega í Þýskalandi, sem verður til að þess að girða þarf svæði af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert