Íþróttakennari ákærður fyrir nauðgun

Af vef dönsku lögreglunnar.

Réttarhöld hófust í dag í umtöluðu kynferðisbrotamáli í Danmörku þar sem 32 ára karlkyns íþróttakennari í grunnskóla í bænum Næstved er ákærður fyrir að nauðga stúlku sem hann kenndi, misþyrma henni kynferðislega á annan hátt og hóta því að vinna fjölskyldu hennar mein, segði hún frá brotunum.

Stúlkan var 13-14 ára þegar brotin áttu sér stað og í frétt Danska ríkisútvarpsins, DR, segir að maðurinn hafi ítrekað þuklað á stúlkunni í íþróttatímum.

Hann er einnig ákærður fyrir að hafa áreitt þrjár stúlkur til viðbótar og að auki ákærður fyrir að hafa tekið það upp þegar hann nauðgaði stúlkunni og bað hana um að senda sér nektarmyndir af sér.

Hann hótaði stúlkunni og fjölskyldu hennar lífláti, segði hún frá brotunum, og sagðist vera meðlimur í leynilegum hópi fyrrverandi hermanna sem myndu ekki hika við að vinna henni mein.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert