Enn fleiri slíta tengsl við prinsinn

Andrés Bretaprins fyrr í þessum mánuði.
Andrés Bretaprins fyrr í þessum mánuði. AFP

Þrír ástralskir háskólar hafa slitið tengsl sín við góðgerðarsamtök sem Andrés Bretaprins stofnaði eftir viðtal þar sem hann varði vinskap sinn við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein.

Bond-háskólinn, Murdoch-háskólinn og RMIT-háskólinn í Melbourne hafa dregið sig út úr samstarfi við góðgerðarsamtökin „Pitch@Palace“.

Murdoch sagðist hafa látið Buckingham-höll vita að skólinn ætlaði ekki að halda samstarfinu áfram.

„Í ljósi nýlegra atburða ætlar háskólinn ekki að sækjast eftir frekari þátttöku,“ sagði talsmaður Bond.

Tilkynningin kemur í kjölfar þess að þó nokkur bresk fyrirtæki, þar á meðal Standard Chartered og KPMG, ásamt nokkrum háskólum í landinu, greindu frá því að þau hefðu lokið afskiptum sínum af Andrési og góðgerðarfélögum hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert