Páfi fékk rokkstjörnumóttökur í Taílandi

Frans páfi er í Asíureisu þessa dagana. Hann kom til Taílands í gær, þar sem honum var vel tekið í höfuðborginni Bangkok, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði frá AFP-fréttastofunni. Páfinn mun verja þremur dögum í Taílandi áður en hann heldur til Japan.

Einungis örlítið hlutfall taílensku þjóðarinnar er kristinnar trúar og hið sama er uppi á teningnum í Japan. Kristnir íbúar Bangkok komu þó margir saman nærri sendiráði Vatíkansins í Bangkok í gær til þess að reyna að berja páfann augum og veita honum hlýlegar móttökur.

Frans páfi er fyrsti páfinn til þess að heimsækja Taíland frá árinu 1984, en þá fór Jóhannes Páll páfi þangað í opinbera heimsókn. Páfinn leiddi messu á þjóðarleikvangi Taílands í Bangkok í dag og hér að neðan má sjá myndir þaðan.

AFP
AFP
Viva il Papa!
Viva il Papa! AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert