Fundu 31 lík í ólöglegum fjöldagröfum

Mexíkóskir réttarmeinafræðingar og lögreglumenn að störfum við fjöldagrafir. Mynd úr …
Mexíkóskir réttarmeinafræðingar og lögreglumenn að störfum við fjöldagrafir. Mynd úr safni. AFP

Lögregluyfirvöld í Mexíkó fundu nýlega 31 lík sem höfðu verið grafin ólöglegum fjöldagröfum í nágrenni borgarinnar Guadalajara. Hafa yfirvöld fundið tvo staði í nágrenninu þar sem fleiri grafir er talið vera að finna og á að hefjast handa við að skoða þá í dag.

Öll voru líkin af konum og er búið að bera kennsl á tíu þeirra, en tilkynnt hafði verið um hvarf níu kvennanna.

Guadalajara, sem er önnur stærsta borg Mexíkó, er í Jalisco-héraði þar sem einn hrottalegasti fíkniefnahringur landsins, Jalisco New Generation, starfar.

Ofbeldi hefur aukist mikið í borginni frá því í mars árið 2017 þegar klofningur varð innan glæpahringsins sem á í samkeppni við glæpasamtök í nágrannafylkinu Guanajuato.

Í maí á þessu ári fundust 30 lík grafin í einu úthverfa Guadalajara og nú í september fannst gröf með 34 líkum í þessu sama hverfi.

Frá því 2006 hafa mexíkósk yfirvöld fundið 5.000 lík í 3.000 ólöglegum gröfum og hefur ekki enn tekist að bera kennsl á þau öll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert