Hakakrossar málaðir á legsteina gyðinga

Innanríkisráðherran Christophe Castaner heimsækir kirkjugarðinn í gærmorgun.
Innanríkisráðherran Christophe Castaner heimsækir kirkjugarðinn í gærmorgun. AFP

Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á mögulegum hatursglæp eftir að hakakrossar og annað hatursfullt veggjakrot var málað á 107 legsteina í kirkjugarði gyðinga nærri Strasbourg.

Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, heimsótti kirkjugarðinn í gærmorgun og sagði umrætt atvik vera „svívirðilegt gyðingahatur“. 

And-semískt veggkrot var málað á leiði 107 gyðinga.
And-semískt veggkrot var málað á leiði 107 gyðinga. AFP

„Ég vil segja þeim sem halda að þeir geti komið hingað um miðja nótt og smánað minningu þeirra sem eru grafnir hérna: þið smánið minningu franska lýðveldisins. Ég vil segja þeim að við munum ekki láta þá í friði og við munum virkja úrræði okkar og fylgja þessu máli eftir,“ sagði Castaner. 

Þá tilkynnti ráðherrann um fyrirhugaða stofnun sérstakrar „opinberrar skrifstofu til að sigra hatur“ og bætti við að lögregla rannsakaði nú málið. 

AFP

Í febrúar voru hakakrossar málaðir á legsteina 96 gyðinga í kirkjugarði í franska þorpinu Quatzenheim. Í Frakklandi búa um 500.000 gyðingar, sem er stærsta samfélag gyðinga í Evrópu. Hatursglæpum í garð gyðinga hefur fjölgað mikið á síðustu árum í landinu. Árið 2017 var tilkynnt um 311 tilfelli gyðingahaturs í Frakklandi, en á síðasta ári voru tilfellin 541.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert