Ísbirnir gera sig heimakomna í mannabyggð

Yfir fimmtíu ísbirnir hafa gert sig heimakæra í bænum Ryrkaypiy í Chukotka-héraði í norðurhluta Rússlands. 

Opinberum viðburðum hefur verið aflýst og almenningsþjónusta skerðst. Þá eru skólar bæjarins vaktaðir af varðmönnum.

Náttúruverndarsinnar segja mögulegt að ferðalag bjarnanna stafi af hlýnun jarðar, en birnirnir hafa líklegast verið í fæðuleit. Þá hafa nokkrir bent á að í Ryrkaypiy eru komur ísbjarna orðnar svo tíðar að tilefni sé til að rýma bæinn til frambúðar.

Tatyana Minenko, yfirmaður bjarnavaktar Ryrkaypiy, segir að liðsmenn bjarnavaktarinnar hafi talið alls 56 ísbirni í bænum. Birnirnir voru á öllum aldri og að sögn Minenko horaðir. 

Ríflega 700 íbúar búa í Ryrkaypiy. Samkvæmt ísbjarnasérfræðingnum Anatoly Kochnev sem BBC ræddi við, komu aldrei fleiri en fimm birnir saman til bæjarins fyrir aðeins fimm árum síðan. Á síðustu fimm árum hefur komum ísbjarna þó fjölgað hratt. 

„Sem vísindamaður tel ég að Ryrkaypiy ætti ekki að vera hérna áfram. Við reynum að ráða við ástandið, en enginn vill hugsa til þess sem gæti gerst eftir þrjú til fimm ár,“ sagði Kochnev.

Komum ísbjarna til mannabyggða í Rússlandi hefur farið fjölgandi að …
Komum ísbjarna til mannabyggða í Rússlandi hefur farið fjölgandi að undanförnu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert