Handtekinn fyrir áróður gegn bólusetningu

Eins árs gamallt barn frá Samóaeyjum fær bólusetningu.
Eins árs gamallt barn frá Samóaeyjum fær bólusetningu. AFP

Karlmaður var handtekinn á Samóaeyjaklasanum fyrir að dreifa ósannindum um skaðsemi bóluefnis gegn mislingum. Mislingafaraldur hefur breiðst út á eyjunni og eru allir skyldugir að bólusetja börn sín, samkvæmt lögum. Frá því í október hafa 63 einstaklingar, flest ung börn, látist. BBC greinir frá.  

Maðurinn, Edwin Tamases, var ákærður fyrir að dreifa áróðri gegn lögum landsins. Hann var handtekinn í gær. Útbreiðsla mislinga í landinu má rekja til falsfrétta um að mislingabóluefni sé hættulegt. 

Stefna yfirvöld að því að ná útbreiðslu bólusetningar í yfir 90%. Afamasaga Rico Tupai, ráðherra samskiptamála, segir að þeir sem dreifa ósannindum um gildi bólusetninga á samfélagsmiðlum  sé ógn við heilsu almennings. 

Hann nefndi sem dæmi að tvö dauðsföll barna megi rekja til falskra upplýsinga foreldra um bólusetningu. Þau létust eftir að þau komu á spítalann. 

„Ekki vera fyrir og hættið að stuðla að frekari dauðsföllum,“ segir hann.  

Mislingafaraldur er á Samóaeyjaklasanum. Þessi sjö mánaða gamla stúlka er …
Mislingafaraldur er á Samóaeyjaklasanum. Þessi sjö mánaða gamla stúlka er ein af þeim sem fékk mislinga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert